Miðasala hafin!

Uppskeruhátíð MSÍ fer fram laugardagskvöldið 13. nóvember í veislusal Rúbín við Öskjuhlíð. Húsið opnar kl: 19:00 og boðið verður upp á glæsilegan 3 rétta kvöldverð. Rjómalöguð villisveppasúpa er í forrétt, Lynggrillað lambalæri ásamt ristuðu grænmetiog kryddkartöfluteningum í aðalrétt og súkkulaðikaka með rjóma og hindberjum í eftirrétt.

Að loknum kvöldverði fer svo fram verðlaunaafhending fyrir Enduro og Motocross, splunkuný myndbönd frá sumrinu verða frumsýnd ásamt fleiri óvæntum atriðum. Karl Örvarsson stjórnar veislunni og Kiddi Bigfoot mun svo halda uppi stuði fram á nótt.

Miðasala fer fram á síðu MSÍ og þarf að skrá sig inn eins og um keppni sé að ræða, flokkarnir koma fram eftir fjölda miða sem verslaðir eru 1x 2x 3x 4x eða 5x árshátíð. Miðaverð er 7.900,- á mann. ATH. Takmarkaður miðafjöldi er í boði þannig að rétt er að bóka sér miða strax.

Stjórn MSÍ.

3 hugrenningar um “Miðasala hafin!”

Skildu eftir svar