Aron Ómarsson heldur áfram að sigra

flag1.jpgAron Ómarsson er ósigrandi um þessar mundir í íslenska motocrossinu. Hann sigraði báðar umferðirnar í Álfsnesi í dag og er því enn með fullt hús eftir tvær keppnir af fimm. Keppnin í dag var nokkuð létt fyrir hann og var forystan nánast örugg frá upphafi til enda. Gestakeppandinn James Robinson frá Malasíu varð annar og Gylfi Guðmundsson þriðji. Veðrið var frábært, brautin var frábær, keppnin frábær og stemmningin frábær.

Úrslitin eru að týnast inn og verður þetta uppfært hér smátt og smátt….

Kvennaflokkur

  1. Signý Stefánsdóttir
  2. Karen Arnardóttir
  3. Andrea Dögg Kjartansdóttir

MX2

  1. Eyþór Reynisson
  2. Örn Sævar Hilmarsson
  3. Jónas Stefánsson

Unglingaflokkur

  1. Björgvin Jónsson
  2. Kjartan Gunnarsson
  3. Guðmundur Kort Nikulásson

85 cc

  1. Guðbjartur Magnússon
  2. Þorsteinn Helgi Sigurðarson
  3. Einar Sigurðsson

85 yngri (12-13 ára)

  1. Hlynur Örn Hrafnkelsson
  2. Óliver Örn Sverrisson
  3. Viggó Pétursson

B-flokkur:

  1. Ármann Örn Sigursteinsson
  2. Steingrímur Örn Kristjánsson
  3. Garðar Atli Jóhannsson

B-flokkur 40+:

  1. Haukur Þorsteinsson
  2. Reynir Jónsson
  3. Gunnlaugur Rafn Björnsson

Einar Sigurðarson handleggsbrotnaði um síðustu helgi og var því ekki með í MXopen

5 hugrenningar um “Aron Ómarsson heldur áfram að sigra”

  1. Í 2. sæti í 85 cc flokki varð Þorsteinn Helgi Sigurðarson en ekki Þorkell Jónsson, svo farið sé með rétt mál 😉

Skildu eftir svar