Vefmyndavél

Upplýsingar um mx-keppni morgundagsins 3. júlí

Önnur motocross keppni ársins verður haldin á morgun laugardag á vegum MSÍ og Vélhjólaíþróttaklúbbsins í Álfsnesi. Eftirfarandi erueru upplýsingar um mótstjórn og dagskrá:

Karl Gunnlaugsson er keppnisstjóri, Einar Bjarnason brautarstjóri og Guðbjartur Stefánsson verður skoðunarmaður. Mótstjórn vill minna keppendur og aðstandendur að muna eftir gögnum vegna skoðunar og vera með útfyllta yfirlýsingu vegna þátttöku yngri keppenda.
1. Athugið að öll hjól eiga að vera með dauðan mótor í skoðun.
2. Keppendur / aðstoðarmenn mega ekki laga svæðið fyrir framan starthlið.
3. Keppendur/ aðstoðarmenn taka þátt í flöggun keppninnar líkt og í Bolaöldukeppninni í fyrra. Flaggaraplan birtist á vefnum í dag og verður dreift í skoðun í fyrramálið.
Allar nánari upplýsingar um keppnisreglur, dagskrá keppninar og eyðublöð er að finna á heimasíðu MSÍ.

Hér eru nýju motocross reglurnar

kv Mótstjórn og MSÍ

Leave a Reply