LexGames winner 2010!

Startið

Í gær fór fram LexGames 2010, en þetta var í annað skiptið sem þessi keppnir er haldin. Þetta er stærsti jaðarsport viðburður á Íslandi, þar sem öll helstu Jaðarsportin taka þátt og keppa eða sýna listir sínar. Á meðal íþrótta og sýninga voru Fjórhjólacross, Motocross, Torfæra, Rally, Downhill, BMX, Hjólabretti, Supermoto, Drift, Freestyle Motocross, Dirt Jump ásamt miklu fleira. Ég tók þátt í þessari keppni í fyrra og vann, og hélt uppteknum hætti þetta árið með því að vinna aftur. James Robo er kominn til Íslands aftur, en hann er frá Malasyu. Hann ætlar að keppa einhverjar keppnir hérna í sumar og það var virkilega gaman að hafa hann með, hann lét mig hafa vel fyrir sigrinum. Mér fannst ekki vera eins mikið af fólki einsog í fyrra, dettur helst í hug að það sé árstíminn sem spilar inní, margir í ferðalögum og annað en í fyrra var keppnin haldin í lok sumars. Mæli eindregið með því að þið kíkið á síðunna hennar Kleó og skoðið myndir frá deginum. Sverrir á Motosport.is er einnig að vinna að því að henda inn myndum frá deginum, þær eru væntanlegar inn í kvöld. Ég vil þakka Lexa fyrir frábært framtak, lyftir öllu jaðarsporti klárlega á hærra plan, og mikil umfjöllun í fjölmiðlum í kringum þetta sem bætir ímynd okkar glæpamannana. Ég vil einnig þakka N1, Nítró, Red Rooster, Serrano, Lífsstíl Líkamsrækt, Tanid.is, Hreysti, Bílalökkun.is og öllum þeim sem mættu að horfa á.

#1
Fender kiss

í action

Skildu eftir svar