Nýr vinur!

Það var heldur betur fjör á fróni í gær í HondaPark brautinni en þar voru saman komnir margir af topp ökumönnum heims. Næstu helgi fer fram þriðja umferð FIM heimsmeistarakeppninnar í Hollandi í braut sem kallast Valkenswaard. HondaPark er með svipaðan jarðveg og Valkenswaard og voru þess vegna svona margir góðir að hjóla þarna þennan daginn, testa fjöðrun og annað. Fremsur í flokki var auðvitað Aron Ómarsson frá íslandi, einnig voru menn á borð við David Phillipaerts, Max Nagl, Jonathan Barragan, Sebastian Pourcel, Xavier Boog, Carl Nunn, Matis Karro, Zach Osbourne, og nýi besti vinur minn Steven Frossard. Steven Frossard var að æfa með mekkanum sínum og pabba sínum, en varð svo óheppinn á fyrstu hringjum dagsins að eyðileggja pústið sitt. Það vildi svo heppilega til að skúrinn minn er örfáum mínútum frá HondaPark, svo ég bauðst til að bruna í skúrinn hjá mér og sækja annað púst svo hann gæti klárað daginn. Þeir voru ekkert smá ánægðir með þetta og núna er ég efstur á vina lista CLS/ProCircuit/Monster Energy/Kawasaki liðsins. Hann vildi endilega gefa mér símanúmerið sitt og sagði að ef mig vantaði eitthvað að ekki hika við að hringja. Síðan spjölluðum við heillengi og ég fékk nokkur hernaðar leyni factory tips.

Steven Frossard chillin with #66 !

Ég var illa sáttur með daginn, fiktaði helling í fjöðruninni og lærði marga nýja hluti. Eftir að hafa fengið nokkur tips frá mekkanum hans Frossards fór ég úr 1:52 niðrí 1:44 ! Svo mikill var munurinn. Ég var heavy sáttur með hraðann sem ég var kominn á þá og var farinn að keyra á svipuðum tímum og Carl Nunn, enn hann átti best 1:43 og var að fara allt uppí 1:46. David Phillipaerts var að keyra á best 1:36 og var lang hraðastur af öllum pro gaurunum sem voru að hjóla þann daginn. Hann er í svaka formi og ég held að hann eigi eftir að eiga gott sumar í ár!

Nýi vinur minn, Steven Frossard #183

Ég er að detta í hrikalegan gír núna, og þá er voðinn vís. Fyrsta vikan núna sem ég er farinn að geta tekið armbeygjur, þannig ég er búin að taka hrikalega á því í vikunni. Ég hef ekkert æft líkamlega síðan í desember, en svo brotnaði ég í byrjun febrúar og er rétt að ná mér núna. Öxlin er orðinn góð og ég er kominn á fullt skrið. Verð kominn í topp form fyrir fyrstu motocross keppnina á Ólafsfirði í júní. Það fer að styttast í heimför en ég ætla að koma heim í byrjun maí, og gæti hugsanlega verið að þið sjáið mig á klaustri.

Um helgina verð ég í hollandi að hvetja Bryndísi og Frossard áfram en á sunnudaginn fer fram þriðja umferðin í Hollenska meistaramótinu. Það verður gaman að sjá það en DeDycker, DeReuver, Strijbos, Herlings, Frossard, Roelants, Triest og fleiri eru skráðir til leiks.

Skildu eftir svar