Aron#66 býður nú uppá demparatjún

Tekið af aron66.is

Eins og einhverjir vita sem hafa verið að fylgjast með mér hérna úti, að þá er ég að vinna í Hollandi í fyrirtæki sem heitirUltimate Suspension Þetta er fyrirtæki sem sérhæfir sig eingöngu í fjöðrunar stillingum fyrir motocross og enduro ökumenn. Ultimate Suspension sér um demparana hjá gífurlega mikið af ökumönnum í evrópu, mörgum stórum keppnisliðum og ökumönnum á borð við Antti Pyrhonen, Herjan Brakke, Robert Justs, einnig hefur hann verið að servica á keppnum fyrir mörg stór lið á borð við Ricci Yamaha og fleiri. Ég hef verið að heyra sögur að heiman að menn séu að borga einhvern 90.þúsund kall bara fyrir aðra gorma, og þá er eftir vinnan og ekki einu sinni aðrar ventlastillingar. Han hjá Ultimate hefur unnið við dempara allt sitt líf, alveg frá því að hann hætti í skóla 16 ára og veit alveg uppá hár hvað hann er að gera þegar kemur að dempurum. Ég fékk hann til að gera smá pakka díl fyrir íslenska ökumenn og hann ætlar að bjóða okkur á að taka demparana í gegn fyrir um 350 evrur, sem er rétt tæpur 60.000 einsog gengið er í dag! Í þessum pakka er bara uppsetning frá A til Ö, eins mikið og hægt er að gera.  Réttir gormar fyrir hvern og einn að bæði framan og aftan, ásamt því að hann setur demparann upp fyrir íslenskar brautir, og stíl hvers og eins. Einsog þið sjáið á myndinni fyrir neðan, að þá er það ekki bara réttir gormar í dempurunum sem eru aðal atriðið. Það eru yfir milljón stillingar sem hægt er að gera með litlum skinnum og græjum sem ég hef ekki einu sinni hugmynd um ennþá hvað er. Ég get líka hjálpað til við flutningskostnað með að koma dempurunum frítt heim, ég kem væntanlega heim í byrjun maí, og get þá kippt dempurunum með mér frítt. Þið þurfið þá bara að sjá um flutningin út sjálfir/sjálf. Tíminn er naumur, klaustur fer að bresta á, þeir sem vilja vera rétt upp settir fyrir sumarið, auka öryggið á hjólinu og minnka slysahættuna með vanstilltum dempurum, geta haft samband við mig á aron@aron66.is !

Ein hugrenning um “Aron#66 býður nú uppá demparatjún”

Skildu eftir svar