Bryndís komin á ferðina í Hollandi

Bryndís Einarsdóttir keyrði fyrsta mótið sitt á árinu um helgina. Hún keppti í Mill í Hollandi í fyrstu umferð Hollenska meistaramótsins. Það voru 36 keppendur á ráslínu í kvennaflokki og hún var með 9.besta tímann í tímatöku. Í fyrra motoinu endaði hún í áttunda sæti og í seinna motoinu endaði hún í níunda sæti.

Næsta mót hjá henni er eftir tvær vikur í Halle.

Fyrir þá sem eru góðir í sænsku er viðtal við Bryndísi hér úr sænskum netmiðli.

Skildu eftir svar