Nick Wey til Monster Energy Kawasaki

Monster Energy Kawasaki hefur nefnt Nick Wey sem tímabundinn ökumann í stað Chad Reed, hann er frá vegna meiðsla á hendi. Nick Way varð fyrsta val hjá Mike Fisher liðstjóra liðsins enda er Way búin að standa sig mjög vel sem „privateer“ í fyrstu þrem keppnunum.

„Nick er mjög góður fyrir liðið og á eftir að standa sig vel“sagði Monster Energy Kawasaki liðstjórinn Mike Fisher. „Hann hefur verið að hjóla með Ryan á vikunni og hann er þegar kunnuglegur hjólinu. Nick er góður ökumaður.

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig,“ sagði Wey. „Ég vil þakka öllum í hópnum mínum fyrir að gefa mér tækifæri í Monster Energy Kawasaki liðinu.  Ég er búin að hjóla mikið á factory hjólinu í vikunni og ég mun verða tilbúin í San Francisco.“

Fjórða umferð í AMA Supercrossinu er í San Francisco um helgina.