Fjör í brautinni hjá Þorláki.

það var, og væntanlega er enn, fjör í Þorlákshafnar brautinni í dag. Veðrið bauð uppá ýmsar skemmtilegar útgáfur, svona rétt til að hressa okkur hjólafólkið við. Enginn er verri þó hann vökni. Brautin var skemmtilega krefjandi og ekki undan neinu að kvarta með það, enda til hvers. Það er Janúar, 6-7 stiga hiti, brautin ófrosin og við getum verið að hjóla frekar léttklædd. Gæti varla verið betra.

Á svæðinu voru m.a OfurHaukur og Aníta,  Cubic Gunni og MXS Össi, Mosó Valdi og Einar púki, feðgarnir Eyþór og Reynir halti, Óli tjón og Gísli, einnig fullt af öðrum skemmtilegum og hressum hjólurum. Það er ekki hægt að segja annað en að við hjólafólk á suðvesturhorninu séum heppin að hafa aðgang að svona braut yfir veturinn, það færir sportið hreinlega á annað level.

Takk fyrir okkur.

3 hugrenningar um “Fjör í brautinni hjá Þorláki.”

 1. Eins og það er gaman að skreppa í Þorlákshöfn þá er líka löngu komin tími á að laga þessa endurobraut.
  Það er ekki stætt á því að rukka í hana eins og ástandið á henni er orðið en vonandi verður farið í að laga hana e-h í vikunni svo hún verði fær næstu helgi.

 2. Ég kem ekki til með að laga hana neitt í vikunni því ég er í vinnu eins og einhverjir í þessu landi, allt starf í kringum báðar brautirnar er unnið í sjálfboðavinnu og meðan svo er þá verður þetta ekki lagað á virkum dögum og um helgar er trafík í brautunum. Og ef það er verið að kvarta undan grjóti í brautinni þá vil ég benda mönnum á að skoða myndir úr enduro-keppnum í Bolöldu þar sem það er verið að keyra í grjóti einnig var verið að keppa í enduro-krossi innanhúss í vetrur og þar var stórgrýti keyrt inní húsið.
  Kv. Sindri
  Ps. Muna svo að það Á að kaupa miða í báðar brautirnar.

 3. Sælir félagar.
  Brautin er frábær eins og hún er, ég er að hjóla slatta þarna sjálfur og er að fíla brautina í botn sem æfingabraut.
  Einnig er ég búin að vera með nýliða í kennslu í brautinni og þeir voru hæst ánægðir.
  Eða eins og þeir orðuðu það gaman en erfitt.
  Þessi braut breitist hratt, það er að segja á vindasömum dögum skefur sandinn úr og í brautina.
  Þar sem einu sinni var grjót eða klappir getur farið á kaf í sandi næsta dag.
  Verum þakklátir fyrir einungis 1.000 kr gjald. Við skulum ekki gleyma því að það eru fáar eða engar enduro brautir nothæfar nema þessi á þessum árstíma.
  Ég geri helling af því að tína grjót úr brautinni á mínum fyrsta hring og ef aðrir gerðu það líka þá er brautin frábær.
  það má segja að þegar þú getur hjólað þennan hring nokkuð létt þá ertu orðin fær í flest allt annað.

  Kveðja Haukur #10

Skildu eftir svar