Frábæru afreki lokið hjá VÍK

Endurocrossið tókst með eindæmum vel í gær. Öllum ættu að vera ljós úrslitin en það mætti segja að vel blandaðir Endurocross snillingar hafi unnið keppnina og gert það með stæl. Það sáust glæsileg tilþrif hjá öllum keppendum en einnig gerðu allir keppendur einhver mistök eða það verður eiginlega að kalla það að klikka í línuvali á ögurstundu. Keppendum viljum við þakka fyrir þátttökuna og við erum sannfærðir um að það séu þó nokkrir sem sjá eftir því að hafa ekki verið með í þessari frábæru skemmtun.

Vinnigshafar Endurocross mótsins 1. Kári 2. Björgvin 3. Haukur

Í öllu kappinu við að vera sem flottastur, hraðastur og bestur sáust nokkur vel „útfærð“ kollhnýsa-klessu-veltu-snúnings-spól-festu sýningaratriði. Nokkrir hefðu sennilega átt skilið að fá verðlaun fyrir „atriðin“ sín, en þar fremstir í flokki voru, Valli 222 fyrir svakalegt kollhnísar-heljarstökk við endamarkið með einstöku miði á aðra keppendur sem voru að stilla sér upp í starthliðin, en sem betur fór hitti hjólið ekki keppendur og Valli stóð upp með alla útlimi heila.  Daði Skaði gerði harða atlögu að þessum óopinbera titli með vel útfærðri kollhnísarveltu fram af bílunum, einnig tók hann góðar byltur-prjón-haldatosa og elta hjólið í steinaköflunum. Hann  toppaði síðan allt með því að komast ekki yfir tunnurnar í ljósamotoinu og hamast þar í reikspóli eins og hann ætti lífið að leysa. ( Kannski var það meiningin 🙂  )  Nokkrir aðrir áttu flott tilþrif m.a Jonni 24 sem vildi líka prófa kollhnísaveltu fram af bílunum og í leiðinni að stilla hjólinu upp til viðgerðar þar sem það stóð á hvolfi. Sjálfsagt voru margir með flottar dettur-mistök-kútveltur en þetta voru þeir sem gerðu mistökin hvað flottust.

En það sem stendur okkur í stjórninni hvað næst er þakklæti til allra þeirra sem hjálpuðu til að gera þennan viðburð að veruleika. Það vita að sjálfsögðu allir að Guggi var heilinn á bakvið viðburðinn en það var hellingur af fólki sem kom að því að gera og græja brautina á föstudeginum, við gerðum aldrei ráð fyrir því að fá hjálp frá svona mögrum, eina sem við getum sagt við alla þessa er TAKK, TAKK, TAKK fyrir alla hjálpina, þið eruð fólkið á bakvið tjöldin sem aldrei neinn sér eða veit um. En án ykkar væru svona viðburðir ekki mögulegir. Okkur kom það líka skemmtilega á óvart, þegar farið var í frágang eftir keppnina, hversu margir tóku þátt í tiltekt og hreinsun. Þar var herlið að verki og húsið var hreinsað út á 2,5 tímum. SVAKALEGA ER FRÁBÆRT FÓLK Í FÉLAGINU OKKAR. Ekki má gleyma öllum sem lögðu okkur lið með því að lána okkur tæki og tól til verksins.

Stjórnin á eftir að hittast til að gera upp keppnina, en miðað við mætingu áhorfenda, þátttöku keppanda að ógleymdu frábæru félagsfólki, má gera ráð fyrir amk. einu svona móti eftir áramót. Gaman saman. 🙂

Nítró og N1 þökkum við samstarfið og reiðhöllinni fyrir afnotin. Þessi listi gæti orðið svakalega langur en við viljum þakka sérstaklega þeim Eggert/Byko, Marinó/Dráttarbílum, Vöku, Eysteini/Suðurverk, Ágúst Má/Hreinsun og flutningum, Viggó, Atla #669/ AMG Vélar og öllum þeim fjölmörgu einstaklingum sem hjálpuðu til og gerðu þennan viðburð jafn góðan og velheppnaðan. Guggi fær svo síðast klappið en hann á miklar þakkir skildar fyrir sitt framlag.

Takk fyrir okkur.

Stjórnin.

2 hugrenningar um “Frábæru afreki lokið hjá VÍK”

Skildu eftir svar