Ef þetta er ekki næg ástæða til að taka fram tugguna, þá hvað?

Veðurspá fyrir Sunnudag. 4-8 ms skúrir á stöku stað, hvar sem það er.
Veðurspá fyrir Sunnudag. 4-8 ms, 8 stiga hiti og skúrir á stöku stað, hvar sem það er.

Nú er um að gera að þurka rykið af tuggunni, smyrja keðjuna, tékka á loftsíunni, endurnýja bensínið,ef það er gamalt. Klæða sig í samræmi við veður og skella sér í smá drullumall.

Bolaalda er öll á kafi í drullu og vatni. Garðar er á svæðinu í þessum skrifuðu orðum. Hann fann  lykkla kippu með fjórum lykklum, út í  braut, ef einhver saknar!  Brautin er LOKUÐ.

Hef það eftir öruggum heimildum að Sólbrekkubraut sé ekki í sínu besta formi. Mikil drulla og ekkert hefur verið gert fyrir hana í einhvern tíma.

Mosóbraut hefur verið hjólafær undanfarið, en það má búast við því að hún sé ansi blaut eftir miklar rigningar undanfarna tvo daga. Jafnvel á floti. 🙁

Ég heyrði líka í Þorlákshafnarhetjunum, það búið að yfirfara alla palla og slétta brautina. Að öllum líkindum er sú braut í hvað bestu ástandi þessa dagana. Enda eru engir aukvissar sem sjá um brautina.  🙂

Skildu eftir svar