Styttist í uppskeruhátíð

hpim0602Nú eru tæpar tvær vikur í uppskeruhátíð MSÍ sem fram fer á Rúbín í Öskjuhlíð þann 14 nóvember. Óhætt að er að segja að matseðillinn sé sá girnilegasti sem sést hefur lengi og skemmtiatriðin eiga eftir að koma á óvart eins og áður. Ekki skemmir fyrir að söngvari Stuðkompanísins, Karl Örvarsson er veislustjóri og strákarnir í hljómsveitinni Vítamín ætla að trylla liðið fram á nótt. Miðasala er í fullum gangi á heimasíðu MSÍ (skráningarkerfið) og betra er að tryggja sér miða í tíma því takmarkaður fjöldi er í boði.

Skildu eftir svar