Vefmyndavél

Krakkakross í Reiðhöllinni Víðidal í dag

Í dag klukkan 17 stendur VÍK fyrir æfingu í Reiðhöllinni. Æfingin er bara fyrir minnstu hjólin 50-65cc og 85 cc.img_17921
Þessi fyrsti tími verður ókeypis en ef vel tekst til og áhugi er fyrir hendi verðu bætt við fleiri tímum fyrir krakkanna. Allir eru velkomnir að mæta hvort þeir séu í VÍK eða ekki.

Það er því um að gera ef menn hafa áhuga á að taka þátt í þessu með okkur að koma með krakkana og leyfa þeim að hjóla inni og taka létta æfingu með þjálfurum VÍK í dag. Við hvetjum svo alla hina til að koma og fylgjast með æfingunni.

Leave a Reply