Justin Barcia og Tyler Wozney – Blue Diamond MX ofl.

Þar sem vetur konugur er að láta vita af sér þá er alltaf gott að sjá smá ræmu frá úthverfum Íslands.

Hér eru frískir stákar að djöflast á tuggunum sínum, rétt svona í svipuðu veðurfari og var hjá okkur um síðastliðna helgi.   SJÁ RÆMU HÉR.   OG SMÁ HELMET CAM FRÁ JUSTIN BARCIA HÉR. Hlustið á over reveið í loftinu.

Þar sem hin alræmda, margumtalaða, eftirsótta, spennandi, ofsaerfiða og skemtilega ENDUROCROSS keppni, verður um aðra hlegi má gera ráð fyrir því að helillir ökumenn verði að æfa sig vítt og breytt. Þar sem snjór og kuldi mun aðeins slá á notkunarmöguleika Bolaöldubrauta,  má gera ráð fyrir því að Þorlákshafnarbrautin verði nýtt vel þessa helgi. Einnig er líklegt að menn leyti að ógeðslegum stöðum til að æfa sig á, svo sem hrikalegum steinahrúgum, sleipum og slepjulegum staurum, risvöxnum ofurdekkjum og öðru sem gæti verið í keppninni.

Einnig má gera ráð fyrir því að vetrar-hörkunaglar brosi  breytt núna, því að sumir eru bara svo ein-stakir að þeim finnst æðislegt að vera úti í skítakulda og hjóla um á gaddfreðnu vatni eða einhverju þvílíkt verra.

Farið hratt um brautanna hlið og hafið gaman af.

Skildu eftir svar