Vinnukvöld á fimmtudaginn – slóðaátak

Þá styttist í lokaumferðina í motocrossi sem verður á laugardaginn næsta. Brautin verður opin fram á miðvikudagskvöld nema á milli 13 og 17 en lokuð fimmtudag og föstudag.

Allsherjar vinnukvöld verður í Bolaöldu á fimmtudagskvöldið frá kl. 18. Það þarf að taka vel til hendinni í kringum brautina, hreinsa grjót, merkja palla, gera húsið og alla aðstöðuna klára fyrir keppnina. Þá er verið að undirbúa átak í viðhaldi slóðanna þar sem á að laga ákveðna slóða, loka og sá í aðra slóða og fleira sem er orðið aðkallandi. 

Nú þurfum við hjálp frá öllum þeim sem vilja gera svæðið enn betra.  Verkefnin eru óteljandi og slóðanetið stórt og því er öll hjálp mjög vel þegin hvort sem er í brautinni eða í slóðunum.
Koma svo og mæta á fimmtudaginn og búum til smá stemningu – kaffi og e-h góðar veitingar verða í boði fyrir alla.

Skildu eftir svar