Brautin lokuð á morgun – opnar á þriðjudag kl. 18

Ryþmakaflinn eftir stóra pallinn
Ryþmakaflinn eftir stóra pallinn

Í dag hafa verið miklar framkvæmdir í stóru brautinni í Bolaöldu við að snúa akstursstefnunni og undirbúa brautina fyrir næstu keppni sem verður 22. ágúst. Þeir Eyþór, Sölvi og Helgi komu með fullt af góðum hugmyndum að breytingum og testuðu alla nýja kafla. Niðurstaða þeirra eftir daginn var „Geeeeeeeðveiiiiikkkkkt“!
Ryþmakafli eftir stóra pallinn, hrikalegur step-up pallur þar sem brekkupallurinn var og margt fleira sem lofar verulega góðu. Brautin verður áfram lokuð á morgun en ætti að opna með viðhöfn! á þriðjudag kl. 18 – ef allt gengur upp.

Ath. brautin er LOKUРÁ MORGUN og framvegis verður hún keyrð ÖFUGAN hring!

4 hugrenningar um “Brautin lokuð á morgun – opnar á þriðjudag kl. 18”

  1. Já ég va rmjög ánægður með þessar breytingar og þetta er bara eins og ný braut. Þvílíkt skemmtilegir pallar komnir þarna í hana og orðin nokkuð teknísk líka. Litla step up-ið við veginn er hins vegar ekki að gera sig fyrir mig, nokkrir búnir að strauja á girðinguna þegar þeir koma þarna upp og ná ekki að bremsa almennilega.

  2. strauaði einmitt á þessa griðingu skekti allan stýris búnaðinn þurfti að skrúfa hann allan í sundur til að retta hann ;(

Skildu eftir svar