Krakkadagur VÍR 21.júní

Krakkadagur VÍR 21.júní
Krakkadagur VÍR 21.júní

Fyrsti krakkadagur sumarsins fyrir yngri en 12 ára hjá Vélhjólaíþróttafélagi Reykjaness verður sunnudaginn 21.júní kl. 13.00 á Sólbrekkubraut – ef næg þátttaka verður.

Keyrt verður í 3 flokkum 50cc, 65cc, og 85cc  2 x 10 mín hver flokkur.  Foreldrar verða virkjaðir á pallana í flöggun eins og á síðasta ári. Öll önnur aðstoð vel þegin.
Allir þáttakendur fá viðurkenningu. Frítt er í brautina og í lokin verður grillað o.s.frv.
Muna að mæta í fullum öryggisbúnaði, hjólin í lagi taka með góða skapið og hafa gaman af og skemmta okkur með púkunum okkar.

Allir krakkar geta tekið þátt sama í hvaða félagi þeir eru.

Við viljum koma á framfæri að VÍR ætlar að standa fyrir unglingadegi í sumar fyrir 12 ára og eldri og verður hann auglýstur síðar.
Vinsamlegast látið vita um  þátttöku á rm250cc@simnet.is eða erlavalli@hotmail.com
kveðja, Púkaforeldrar í VÍR.

2 hugrenningar um “Krakkadagur VÍR 21.júní”

  1. Skráningin gengur vel. Hvetjum ykkur sem hafa ekki skráð sig enn að gera það sem fyrst. Skráningunni líkur á miðnætti í kvöld 20/6. Mikil tilhlökkun er fyrir þessum fyrsta krakkadegi ársins hjá VÍR og margir búnir að bíða spenntir.

Skildu eftir svar