Vefmyndavél

…að öllum sé boðið í BMW pulsur á skírdag

Njáll Gunnlaugsson, bifhjólakennari og formaður BMW mótorhjólaklúbbsins býður öllu mótorhjólafólki í pylsupartí á skírdag. Uppákoman er í húsnæði ökuskólans að Langholtsvegi 111, bakatil við Fóstbræðraheimilið. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og með því að meðan að birgðir endast og verður á grillinu milli 18 og 19. Hvort sem þið eruð hjólandi eða ekki eruð þið velkomin í heimsókn, næg hjólastæði.

Leave a Reply