Aðalfundur VÍK

Við minnum á Aðalfund Vélhjólaíþróttaklúbbsins sem haldinn verður á miðvikudagskvöldið næsta, 25. mars nk. kl. 20 að Engjavegi 6, ÍSÍ húsinu. Á dagskránni eru helstu aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, yfirferð reikninga, kosning stjórnar og nefnda. Stjórn hefur óskað eftir að heyra frá áhugasömu fólki sem vill hafa áhrif á störf félagsins en merkilegt nokk þá hefur engin biðröð myndast Það væri líka gaman að fá ábendingar og umræðu um félagið og hvort eitthvað vanti í starfsemi þess. Opnið spjallþráð eða sendið okkur póst á vik@motocross.is ef þið viljið leggja eitthvað til málanna.

Kveðja, stjórn VÍK

Skildu eftir svar