VÍR á ljósanótt

VÍR mun standa fyrir sýningarakstri barna á ljósanótt í Reykjanesbæ laugardaginn 6. september næstkomandi. Dagskráin hefst kl. 11:00 og stendur til 12:30.

Sett verður upp braut fyrir krakkana á malarvellinum við Hringbraut, brautin mun vera hlykkjótt og með stökkpöllum. Einnig verða settar upp þrautir fyrir krakkana þar sem þeir geta reynt á færni sína á hjólunum. Dagskráin er eingöngu í boði fyrir allra minnstu hjólin, það er frá 50cc upp að 65cc.

Skráning fer fram í netfanginu erlavalli@hotmail.com og rm250cc@simnet.is. Athugið að það verður takmarkaður fjöldi krakka.

Skildu eftir svar