Fjölskylduhátíð Slóðavina

Ferða og útivistarfélagið Slóðavinir stendur fyrir skemmtilegri fjölskylduhátíð laugardaginn  6.september á svæðiVélhjólaíþróttafélagsins VÍK í Bolaöldu (gegnt Litlu-Kaffistofunni). Hátíðin hefst kl. 12:00 og endar með grillveislu í boði félagsins kl. 16:00. Allt áhugafólk um ferðalög og útivist á tví-, fjór- og sexhjólum velkomið. Svæðið við Bolaöldu hefur upp á margt að bjóða fyrir ökumenn mótorhjóla, byrjendur sem lengra komna, og því ættu allir að geta fundið brautir eða slóða við sitt hæfi. Einnig verður boðið uppá fjórhjólaferðir á svæðinu fyrir börn og fullorðna.

Nánari upplýsingar hér

Skildu eftir svar