Vefmyndavél

Ekkert Off-Season kjaftæði

OneCore hugmyndafræðin byggist á  að undirbúa líkamann undir “extreme” styrk og þol þar sem allir vöðvar líkamans vinna markvisst saman. Æfingarnar eru sérvaldar fyrir motocross/enduro og snjósleða iðkendur og er tímabilið sem er 3 mánuðir í senn skipt niður í 3 hópa. (Gúnara, amatöra, rörara)
Hver æfing er einstök og geta jafnframt verið inni eða úti, í vatni eða á landi.
Æft verður 2x í viku og verða reglulega teknir 


hjóla/sleðadagar um helgar þar sem allir geta verið með.
Verkefnið er í samstarfi með Hreyfigreiningu á Höfðabakka  og Mx Training Journal.

Lengd: 3 Mánuðir (Þri og Fim)

Námskeið byrjar með mælingu og undirbúning 1. Okt en fyrsta æfing verður 2.Okt

Verð: 43 þús kjell

Innifalið er ástandsmæling, matarráðgjöf, meðhöndlun á meiðslum/stoðkerfavandamálum, aðgangur í tækjasal í Hreyfigreiningu og aðgangur að dagbók Mx Training Journal.

Inntökuskilyrði: Jákvætt hugarfar, heiðarleiki, góður liðsandi

Þeir sem þora geta sent tölvupóst með fullu nafni og símanúmeri á  onecorecrew@gmail.com

Þjálfarar: Sir. Jóhannes “jóikef” Sveinbjörnsson
                  Lord Stefán Már Autrey

Leave a Reply