Netviðtalið: Aron Ómarsson

Aron Ómarsson er landsliðsmaður í Motocrossi og þótti sigurstranglegur í Íslandsmótinu í sumar áður en hann lenti í óhappi í síðustu viku. Strákurinn kemur örugglega sterkur tilbaka þegar sárið er gróið og mun örugglega spjara sig vel í seinni hluta tímabilsins

Hvað er að frétta af þér? Fótbrotinn?
Já því miður að þá er ég ökklabrotinn 🙁

Hvernig atvikaðist það?
Ég var að æfa stört með


Yamahaliðinu, var fyrstur útúr einu startinu og datt á fyrsta
stökkpallinum eftir startið og þá kom auðvitað hrúgan af bláu hjólunum
á eftir mér og því miður lenti einn á löppinni á mér með þeim
afleiðingum að hún brotnaði.

Hvernig er æfingatímabilið búið vera annars?
Það er búið að vera betra en síðustu ár, ég finn hvað ég er búin að
auka hraðann og tæknina margfalt frá því í fyrra, og sjálfsaginn hefur
einnig aukist til muna.

Hvernig var USA?
Hvað get ég sagt, gerist það eitthvað betra en USA?

Hvað hefurðu átt mörg hjól á ævinni?
3 Súkkur, 1 Hondu, 9 KTM og 3 Kawasaki, Samtals = 16 hjól á 6 árum sem gera 2.6 hjól á ári

Hvernig hjól munt þú nota í sumar?
Kawasaki KxF 290.

Hvað er á náttborðinu þínu?
Markmiðin mín fyrir næstu ár.

Bloggar þú?
Já, á www.aron66.is

Hver er uppáhaldasbrautin þín?
Budds Creek National Mx Park

Hverjir eru styrktaraðilar þínir?
N1, Nitro, Michelin, Atikin, Ready Racing og Cubic Vélhjólaverkstæði

Styðirðu rikisstjórnina?
Já auðvitað, er hún ekki annars X-D ?

Hvaða skónúmer notar þú?
42

Hvaða önnur áhugamál hefur þú fyrir utan mótorhjól?
Líkamsrækt, fjölskyldan og vinirnir.

Í hvaða félagi ertu?
VÍR

Hver eru markmið þín í sumar?
Koma ferskur í Álfsnes keppnina og sína þessum köllum hver hefði unnið titillinn í sumar.

Hvað þarf að gera til að fá fleiri einstaklinga til að vinna með í félagsstarfinu ? (Einar Sig setti fram þessa spurningu í síðasta Netviðtali)
Í USA voru mjög sniðugar reglur í sambandi við vinnu að félagsstarfi.
Klúbbmeðlimir þurfu alltaf að uppfylla ákveðna vinnutíma á mánuði,
annars áttu þær þá hættu að vera reknir úr klúbbnum og þurfa sækja
aftur um, og það prócess gat tekið allt að átta vikur að fá inngöngu
aftur.


Hvaða spurningu viltu leggja fyrir næsta gest okkar?
Hver er eini maðurinn í heiminum sem hefur unnið AMA Supercross keppni á Husqvarna ?

Eitthvað í lokin?
Ég vil þakka öllum þeim sem hringdu í mig til að kasta kveðju á mig á meðan ég lá á spítalanum, það voru yfir 20 manns á allskonar tegundum af hjólum sem hringdu i mig til að kasta á mig baráttu kveðju. Þetta gladdi mig ótrúlega mikið og þetta hjálpar mér ekkert smá mikið að halda jákvæðninni í gegnum þetta. Takk allir!


Skildu eftir svar