Vefmyndavél

Enduro Hybrid?

Smelltu fyrir stærri myndÞað verður spennandi að sjá hver  þróunin á torfæruhjólum verður, þegar olíuverð hefur margafaldast. Ætli mótorsportið verði alltaf háð brunahreyflum?  Það eru nú þegar nokkrir litlir-frammleiðendur byrjaðir að framleiða rafmagns MX og Enduro hjól. Einnig eru til hjól, sem eru mitt á milli reiðhjóla og torfæruhjóla. Vissulega leysa rafmagnshjól hávaðavandann; MX brautir gætu verið innanbæjar og truflun Enduróhjóla gagnvart öðrum útivistarhópum væri hverfandi.  Enduró-fólk væri þá jafnvel með vetniskúta, sem auka orkugjafa, og einu hljóðin sem ökumaðurin myndi heyra væri demparaglamur og bremsuískur.  Engar skítugar loftsíur eða olíuskipti bara stinga í samband.  Draumur sumra en matröð annarra, bein aflkúrfa og jafnt tog.
Hér eru nokkur flott video með Svissnesku Quantya hjólunumt;

http://quantya.com/PAGES/eng/quantya_video.htm

Leave a Reply