Red Bull Last Man Standing

Hin árlega endurokeppni Last Man Standing fór fram síðustu helgi og stóð yfir í 2 daga.
Var hún haldin við bæinn Bulcher í Texas í Bandaríkjunum.

Þessi keppni sem kennd er við aðalstyrktaraðilan Red Bull er haldin einu sinni á ári og nafnið á henni er skírskotun til erfiðleikastigs hennar.
Brautin sem er rúmlega 64km löng er mjög erfið yfirferðar, má þar nefna leiðir upp grýttar brattar brekkur, hrikalegar brekkur niðurávið, keppendur þurfa að klifra yfir grjót á stærð við bíla, keyra í gegnum skóg sem er


svo þéttur að það er varla hægt að ganga þar í gegn, svo koma einnig sléttir kaflar, ýmist í grjóthörðum og sleipum leir eða mjúkum sandi.
Fyrst er haldin 300 manna undanúrslitakeppni sem er á um 8km langri leið þar sem keppendum er startað af stað á 30sek fresti og fá keppendur 2 umferðir til að sanna sig, aðeins er leyft að keppa á einu hjóli, þ.e.a.s keppendur verða vera á sama hjóli í undanúrslitum og í keppninni sjálfri.
Í keppninni sjálfri eru keyrðar 2 umferðir, fyrri umferð fer fram í dagsljósi og þurfa keppendur að klára brautina innan við klukkustund frá tíma besta manns til þess að eiga möguleika á að keyra seinni umferð sem er ekin í myrkri og til að gera þetta ennþá erfiðara þá er seinni umferðin ekin í öfuga átt.
Keppendur fá einungis 1 klukkustund til að yfirfara hjólið sitt, borða og hvíla sig áður en seinni umferð hefst.

Árið 2006 voru það 128 keppendur sem fóru af stað en keppnin stóð næstum undir nafni(Last man standing) því einungis 2 kláruðu keppnina, hinn margfaldi heimsmeistarinn David Knight sigraði annað árið í röð og bretinn Wayne Braybrokk í öðru sæti.

Eins og áður segir þá fór 2007 keppnin fram um helgina og þau óvæntu úrslit urðu að pólverjinn Taddy Blazusiak á KTM sem er að keppa í fyrsta sinn í þessari keppni sigraði.

Af þeim 100 keppendum sem hófu aðalkeppnina fór þetta eins og í fyrra því það voru ekki nema 2 sem kláruðu og reyndar ekki nema 3 sem náðu að klára fyrri umferðina, það voru tvöfaldur sigurvegari David Knight, Geoff Aaron tífaldur Trial meistari í ameríku og Taddy Blazusiak.
“Brautin var mjög krefjandi og skemmtileg og hjólið hjá mér virkaði fullkomlega” sagði Blazusiak eftir keppnina en hann kláraði seinni umferðina á 3klst 37mín og 54sek.
“Skipuleggjendur keppninar stóðu sig frábærlega með brautina, hún reyndi á allt sem maður átti og það var aldrei augnabliks hvíld í henni, Last Man Standing og Erzberg keppninar eru svipaðar að styrkleika,
Við David áttum í mikilli baráttu í fyrri umferð og vorum mjög jafnir, í seinni umferðinni börðumst við ekki minna og skiptumst nokkrum sinnum á að vera með forustu eða þar til David varð að hætta en þá vorum við búnir að berjast í góðan klukkutíma” sagði hann þreyttur en glaður.
Eftir það var bara Geoff Aaron en hann kláraði seinni umferð 31mín á eftir Blazusiak.

David Knight sagði eftir keppnina “ég náði ekki andanum, þetta er búið að hrjá mig síðustu vikur, það er eins og lungun séu full af vatni.
En þetta var frábær keppni og ég skemmti mér konunglega, við Taddy áttum í mikilli baráttu, leiðin var mjör erfið og krefjandi og það var virkilega gaman að keppa svona hart við einhvern.
Nánari upplýsingar um keppnina eru inná www.redbulllastmanstanding.com

Dóri Sveins

Skildu eftir svar