Vefmyndavél

Árshátíð VÍK á morgun!

Að gefnu tilefni viljum við biðja fólk um að mæta tímanlega á árshátíðina á morgun. Húsið opnar kl. 19 og forrétturinn verður borinn fram á slaginu kl. 20. Þétt dagskrá verður allt kvöldið og að sjálfsögðu munum við veita verðlaun fyrir síðasta keppnistímabil ásamt því að útdeila ýmsum öðrum viðurkenningum. Miðasala hefur slegið öll met og má segja að það sé orðið uppselt. Helga í Moto gæti þó lumað á örfáum ósóttum pöntunum ef einhver hefur ekki enn tryggt sér miða. Munið svo bara að mæta með góða skapið með ykkur á morgun.
Góða skemmtun.
Skemmtinefndin

Leave a Reply