Vefmyndavél

GNCC

Úrslitin ráðast í GNCC um næstu helgi. Íslandsvinurinn David Knight þarf að ljúka í 12 sæti eða ofar til að innsigla titilinn. Knight hefur þó verið óheppinn þetta tímabilið, bæði meiðsli og skrítar bilanir hafa orðið til þess að hann hefur lokið 2 keppnum með ekkert stig, en kallinn er með ótrúlega getu og hraða sem hefur orðið til þess að hann er að ná að klára þetta í fyrsta sæti. Þess má geta að Samuli Aro og Mika Ahola ætla að vera með að þessu sinni … kannski til að þreyfa pínu á þessu og sjá til. Kannski evrópumenn fari að raða sér ítrekað í efstu sætin í bandarísku off road.
BMW ætlar svo að mæta með prótotýpu af BMW 450 Enduro hjóli sem Simo Kirssi kemur til með að aka.

Leave a Reply