Vefmyndavél

MX brautin í Bolaöldu opin á morgun

Motocrossbrautin í Bolaöldu verður opin á morgun sunnudag. Talsvert var unnið í brautinni í dag og hún sléttuð og herfuð. Hún er því frábæru standi og verður því opin á morgun frá kl. 10. Í dag var fjöldi manns að vinna á svæðinu og allt í gangi. Við þökkum öllum þeim sem hjálpuðu til við framkvæmdirnar og brautarlagninguna og eins Kalla fyrir hamborgaragrillunina! Miklar framkvæmdir eru í og við húsið og nýtt salerni á uppleið, verið að klæða veggi og skipta um hurðir, smíða sólpall og margt fleira. Því mælumst við til að menn noti búningsaðstöðuna sem minnst á morgun enda lítið pláss. Kveðja, stjórn VÍK

Leave a Reply