Hringferðinni að ljúka

Þann 8. maí lögðu af stað þeir Sverrir og Einar Þorsteinssynir í hringferð í kringum hnöttinn á mótorhjólum. Nú, þrem mánuðum og rúmum 32.000 kílómetrum síðar þá ljúka þeir ferð sinni þaðan sem hún hófst. Með þessari ferð hefur verið brotið blað í sögu íslenskra ferðalanga á mótorhjólum og eru þeir fyrstir Íslendinga til að klára langferð sem þessa.

Leiðin sem þeir völdu var ekki hefðbundin en þeir fóru mikinn hluta ferðarinnar utan alfaraleiða á torfærum

slóðum, fjarri byggð. Þeir hafa meðal annars farið gegnum Norðurlöndin, Eystrasaltslöndin, Rússland, auðnir Síberíu, fáfarna slóða Mongólíu, Japan, Alaska og Ameríku.

Hringferðinni verður lokið er þeir renna í hlað hjá MotorMax að Kletthálsi 13 þann 10. ágúst kl. 10:00 og þar mun fjölskylda þeirra, vinir og aðrir velunnarar og áhugamenn taka á móti þeim og bjóða þá velkomna heim.

Frekari upplýsingar er að finna á blog síðu Sverris, www.sverrirt.blog.is sem hann hefur haldið úti á meðan á ferðinni hefur staðið og einnig á heimasíðu leiðangursins www.rtw.is

Allir mótorhjólamenn eru hvattir til að hjóla síðasta spölinn með þeim bræðrum í hóp frá Keflavík til Reykjavíkur og hefst aksturinn við Flugstöð Leifs Eiríkssonar kl. 09:00

Skildu eftir svar