Gullmolar fundnir

Sigurður Kristjánsson var 15 ára gutti og fékk myndvél lánaða hjá frænda sínum til að taka myndir af klifurkeppni í hlíðum Húsafells við Grindavík árið 1975. Myndirnar voru að finnast um daginn og þær eru komnar í vefalbúmið hjá okkur hér á motocross.is

Ef einhver hefur frekari upplýsingar um ökumenn eða keppnina má hann senda okkur línu á vefstjori@motocross.is

Einnig ef einhver á álíka myndasafn má hann senda okkur það og við birtum það á netinu. Þetta eru svo sannarlega gullmolar sem gaman er að deila með öðrum.

ATH: Upplýsingar komnar!!


Sá sem sigraði heitir Kristján Hálfdánarson hann er á HONDA XL 350 1974
Og bróðir hans Ágúst Hálfdánarson er á Husqvarna 360 1968 sem hann flutti heim frá Danmörku eftir nám.
Ágúst átti raunar bæði hjólin og gekk hann yfirleitt undir nafninu Gústi Fjallabak.
Kv Raggi Bróðir.

Skildu eftir svar