Púkahittingur – góð samvinna – góður dagur

Púkahittingurinn er að baki og held ég að segja megi að þessi frumraun hafi gengið vel. Veðrið var magnað, stemningin flott og svaka góð mæting. Það voru 14 krakkar sem tóku þátt í 65cc+ flokknum og hvorki meira né minna en 24 krakkar í 50cc púkaflokknum. Krakkarnir fengu þarna langþráða æfingu saman með smá nasaþef af keppni, þeas að aka mörg saman í ákveðin tíma og þeir sem stóðu sig vel (allir sem betur fer) fengu aldeilis flott verðlaun. Gullpening (í boði Honda), íþróttagalla og sælgæti.
Svo var grillið alger snilld og græni froskurinn hoppaði um allt. Ég sá ekki betur að allir krakkarnir komi frá

þessu með meiri reynslu og góðar endurminningar. AMK hefur þetta ekki verið í boði áður fyrir yngsta fólkið og tími til kominn. Dagskráin dróst dálítið, það þurfti að skipuleggja og fara yfir reglur (sem borgaði sig aldeilis – slysalaust) en stundvísi margra foreldra mætti vera betri. Verður að vera betri næst – athugið að börnin læra það sem þið hafið fyrir þeim. En ég gerði þetta ekki einn og vil ég þakka (afsakið ef ég gleymi einhverjum); Hondu fyrir gullið, Brjáluðu Bínu og co fyrir ótrúlega veglegar aukagjafir (VÁ!!), Einari B fyrir brautarvinnu, Gunna Þór fyrir alla snilldina (rop), Berglindi fyrir mikla hjálp, VÍK fyrir lán á brautinni, foreldrum fyrir að sinna öryggishlutverki og síðast en ekki síst að þakka framtíðar meisturum fyrir frábæran akstur. Það var fullt af fólki með myndavélar og gaman væri ef þið gætuð sent inn myndir á motocross.is eða sagt okkur hvar þær má finna.


Kv Þórir 4

Skildu eftir svar