Góð byrjun

Þeir hjá KTM ákváðu að skella sér í Baja 500 í Mexico með nýja Baja 690 hjólið. Liðið var skipað Chris Blais, Cyril Despres og  David Pearson, en þeir tveir síðastnefndu voru að keppa í Baja í fyrsta skipti. Eftir 480 km , nokkur kröss…. meðal annars við kaktusa, og aukatíma í pittinum þar sem eitthvað þurfti að fixa vegna þessa, þá enduðu félagarnir í öðru sæti í sinni fyrstu keppni á hjólinu. Í fyrsta sæti urðu reynsluboltarnir Robby Bell, Kendall Norman og Steve Hengeveld á Honda CRF450X.

Skildu eftir svar