Vefmyndavél

Bolaöldubraut opin í dag

Í gær var vinnukvöld í Bolaöldu og tóku nokkur hörkutól til hendinni á svæðinu.  Tekið var til á bílastæði,  umhverfis húsin og í geymslugámi – lögð var gangstétt – settar niður nokkrar torfur og all nokkur smiðshögg heyrðust innan úr húsinu.   Í miðju kafi gæddu menn og konur sér svo á grilluðum pylsum.

MX brautin var hefluð og er því í fínu lagi fyrir þá sem ætla að nýta sér hana í dag!

Njótið vel….!
Stjórnin

OG MUNIÐ!   – Eingöngu þeir sem ERU  MEР MIÐA  Á  HJÓLINU  mega nota hana ! !
Reglan er einföld:  Miði sem er ekki á hjóli hefur sömu stöðu og ókeyptur miði ! !

Og ekki síst sbr. spjallþráðinn hér við hliðina!
1. gír á bílastæðinu eða enn betra að ganga með hjólið í gangi inn í braut/slóða.

Leave a Reply