AÍH með Road Race æfingar um helgina

30 júní og 1 júlí næstkomandi verða haldnar Road Race æfingar í Hellnahverfi í Hafnarfirði.
Svæðið er ofan við iðnaðarhverfið á móti álverinu í Straumsvík.
 
Brautin er um 2,2 km að lengd á nýju


malbiki. Tímatökubúnaður verður á staðnum 1 júlí (sunnudag)
 
Laugardagur 30 júní.
Æfingin hefst kl 11:00, mæting þátttakenda er kl 10:00 og stendur æfingin til kl 17:00.
Sunnudagur 1 júlí.
Tímataka hefst kl 12:00, mæting þátttakenda er kl 11:00 og stendur tímatakan til kl 16:00.
 
Þátttökukröfur eru:
Hjól þarf að hafa fulla skoðun.
Fullgilt bifhjólapróf.
Vandaður leðurgalli, hanskar og skór.
Viðurkenndur hjálmur.
 
Þátttökugjald er kr. 4.000,- fyrir hvorn dag fyrir sig.
Aðeins skráðir meðlimir í RR-AÍH eða öðrum aðildarfélögum MSÍ hafa þátttökurétt.
Til að skrá þig í RR-AÍH sendu þá póst með nafni, heimilisfangi og kennitölu á stjorn@road-race.net.
 
Skráning fer einungis fram á vef MSÍ, þar geta meðlimir skráð sig inn á vefsvæði MSÍ og gengið frá skráningu.
Ef þið eruð í vandræðum með að skrá ykkur á vef MSÍ hvetjum við ykkur til að lesa leiðbeiningar hér:
 
Smellið hér til að skrá ykkur.
http://www.felix.is/
Þegar þeirri skráningu er lokið, þarf að bíða í nokkrar mínútur og skrá sig síðan á æfingarnar á www.msisport.is
 
Ef þú ert skráður í RR-AIH en getur ekki skráð þig á www.felix.is, sendu okkur þá póst með nafni og kennitölu.
 
Skráningu lýkur kl 23:59 þann 29.06.07.
Munið að sérstaklega þarf að skrá sig á hvorn dag fyrir sig.
 
Við viljum beina því til allra að svæðið er EKKI opið til æfinga utan þessa tíma og biðjum ykkur að vera ekki að "æfa" ykkur þarna.
 
Kíkið einnig á www.road-race.net og skráið ykkur á spjallborðið.
 
Stjórn RR-AÍH.
 
——————————————————————————–
Leiðbeiningar vegna nýskráningar
Þeir notendur sem hafa aðgang að Felix kerfi ÍSÍ geta notað sama notendanafn og lykilorð á MSÍ vefnum.
Þeir félagsmenn sem skráðir eru í Felix en hafa ekki aðgang geta virkjað aðgang sinn inni á Felix.is.
Eftir u.þ.b. 20 mínútur eftir skráninguna á Felix er hægt að nota nýja aðganginn hér til að skrá sig í mót.
 
Felix er félagakerfi ÍSÍ og UMFÍ. Þar getur þú séð skráningarsögu þína í félögum, æfingadagatal, skuldastöðu o.fl.
Ef vandamál við innskráningu koma upp hafið þá vinsamlegast samband við postur@msisport.is
 
——————————————————————————–
Leiðbeiningar vegna mótaskráningu
Fyrst er að skrá sig inn með notendanafni og lykilorði sem viðkomandi hefur í Felix kerfi ÍSÍ. Sjá nánar leiðbeiningar vegna nýskráningar.
Þar næst er farið á vef www.msisport.is
Eftir innskráningu þar þá er flipinn mótaskrá valinn og smellt á blýantinn lengst til hægri í mótalínunni
 

Skildu eftir svar