Vefmyndavél

Bann frá svæðum vs. “keppnisbann”

Michael B. David voru nýverið bönnuð afnot af svæðum VÍK til og með 18. júní m.a. fyrir að vera miðalaus í brautinni nýverið. Bannið tekur til beggja svæða. Það hefur hins vegar aldrei verið fjallað um keppnisbann af þessu tilefni.

Þann 9. júní nk. verður haldið Íslandsmót í umsjá VÍK. Íslandsmót eru haldin á vegum MSÍ og eru félögin “verktakar” í keppnishaldinu. Áður en keppnisbann í Íslandsmóti kemur til greina þarf að kæra viðkomandi aðila til MSÍ og krefjast keppnisbanns. Það hefur VÍK ekki gert og ætlar sér ekki gera. Michael getur því keppt í Íslandsmótinu eins og aðrir – bannið frá svæðum félagsins er þó áfram í fullu gildi og væntir stjórn VÍK þess að hann virði það eftir sem áður.
Stjórn VÍK

Leave a Reply