Fjölskyldudagur í dag, skírdag

Fjölskyldudagur verður á Bolaöldunni frá 10 – 16. Búið er að hefla allar crossbrautir en þar sem frost er enn í jörðu er mögulegt að enn sé hált og/eða drulla á nokkrum stöðum. Almennt líta þó brautirnar mjög vel út og lofa góðu fyrir næstu vikur.

Fjórhjólaleigan verður með spes "díl" fyrir VÍK félaga/fjölskyldur frá kl. 11.30-13.30 og frá 14.30-16.00 og kostar rúnturinn 500 kr. Mætum með góða skapið og munið að kaupa miða í Litlu Kaffistofunni.

Kakó í húsinu og veitingar í boði Café Konditori, Suðurlandsbraut 4 – bestu þakkir til þeirra.

Kveðja, Hjörtur.

Skildu eftir svar