Drullublaut jörð

Hjólamenn og -konur. Undanfarið hefur borið á verulegum leysingum víða um land, með tilheyrandi aurbleytu og leiðindum.  Nú styttist í páskahelgina og örugglega margir sem hafa hug á því að skeppa í túr eða tvo á meðan á fríinu stendur.  Umhverfisnefndin vill beina þeim tilmælum til alls vélhjólafólks í landinu að sýna nærgætni næstu daga og vikur og hlífa jörðinni meðan hún er svona blaut. Þeir/þær sem vilja hjóla eru bent á að fylgjast með opnun brauta, auk þess sem vel má hjóla eftir malarbornum línuvegum, slóðum sem liggja á hrauni og uppbyggðum malarvegum.
Með páska kveðju,  umhverfisnefnd VÍK.


Skildu eftir svar