Nýtt

Ég vildi benda öllum á nýja síðu sem var að opna: thedirtpit.com. Þetta er einskonar spjall síða sem allt hjólafólk í heiminum á eftir að koma til með að nota. Þarna býrðu til þinn eigin notanda til þess að fá aðgang að svæðinu. Þarna geturu safnað "netvinum", deilt myndum, og síðast en ekki síst að þá er þetta risastórt spjall svæði þar sem þú getur fundið allt sem þig vantar. Þarna eru umræðuflokkar um þekkt bilana vandamál, ástand brauta víðsvegar um heimin, hverjir eru í hvaða liði,

njósnamyndir af nýjum hjólum og hvað er vætnanlegt nýtt í hverju hjóli. Þarna er allt sem þú getur ýmindað þér, og ef þig vantar að vita eitthvað t.d. Hvað gæti verið að hjólinu þínu? Hvað skeði fyrir þennan í supercross keppninni á föstudaginn? Hvað er KTM framleiðandinn að koma með nýtt á næstunni? Hvernig áttu að þjálfa þig? Hvernig er best að flýta fyrir bata þessa meiðsla sem þú lentir í? Hvert er best að fra út að æfa? Vantar þér vinnu í motocross geiranum úti? PitBike, Trial, Enduro, Motocross, Supercross, Enduro, EnduroCross, Minicross, allt sem þér dettur í hug og vantar að vita. Ég hvet alla til að kynna sér málið og skrá sig.

Aron #66
KTM Racing

Skildu eftir svar