MX æfing á morgun

Á morgun, laugardaginn 3. febrúar verður Nítró með motocross æfingu.  Farið verður í allar helstu grunnæfingarnar, t.d. beygjur, stört, þvottabretti, stökk ofl.   Æfingarnar eru opnar öllum og það kostar ekkert að taka þátt.  Kawasaki ökumenn eru sérstaklega hvattir til að mæta.  Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þeir sem ætla að mæta á námskeiðið skulu mæta á Esso Ártúnshöfða FYRIR kl. 10:00 og þaðan verður farið á æfingastaðinn.  ATH – Lagt verður af stað kl. 10:00, mætið því tímanlega! BB

Skildu eftir svar