Hringinn í kring um jörðina

Í morgunþættinum á Rás 2 var rætt við Sverrir Þorsteinsson, sem ætlar að hjóla með Einari bróður sínum hringinn í kring um hnöttinn. Þetta verður án efa þvílík æfintýraferð hjá strákunum. Þeir sem vilja kynna sér hvað þeir eru að plana, þá heldur Sverrir úti blogg síðu með nýjustu fréttunum. Fyrsta færslan var 9.des, og hljómar svona:
Loksins búinn að taka ákvörðun eftir margra mánaða umhugsun, kvöl og pínu. Á mótorhjóli kringum hnöttinn ! Þessa ferð hef ég haft í kollinum á mér í marga mánuði og sé fram á að komast hana næsta vor. Þetta er stór ákvörðun og ég hef ákveðið hér með leyfa áhugasömum að fylgjast með mér, undirbúningi þessarar ferðar og vonandi allri ferðinni. Fyrir liggur að næstu 3 – 4 mánuðir fari í undirbúning sem er ansi mikill en jafnframt nauðsynlegur. Skýri það síðar. Ferðin sjálf mun svo taka svipaðan tíma.


Skildu eftir svar