Vefmyndavél

París – Dakar sérleið 14 annað dauðsfall

Sérleið 14 sem jafnframt er næstsíðasta leið rallsins liggur frá Tambacounda til Dakar og er dagleiðin að þessu sinni 576 km og þar af eru 225 km á sérleiðum.
Það hefur oft verið sagt í Dakar rallinu að þegar ekið er yfir landamærin inn í Senegal að nú sé þetta búið en það hafa margir slakað of mikið á og dottið út þegar svona lítið er eftir.

Dauðsfall varð í dag er hinn 42 ára gamli frakki Eric Aubijoux YAMAHA sem var að taka þátt í sínu 7 Dakar ralli


dó þegar hann átti ekki nema 15 km eftir í endamark.
Var hann í 18 sæti þegar hann stoppaði og kvartaði yfir miklum verkjum og skömmu síðar leið hann útaf og læknar sem komu á staðinn gátu ekki bjargað honum.
Besti árangur Aubijoux var 2001 en þá endaði hann í 16 sæti.

Brasílíumaðurinn Jean De Azevdo KTM kom fyrstur í mark í dag og má segja að þetta hafi veri smá plástur á sálina hjá honum því hann er búin að berjast við bilanir nánast allt rallið. Þetta er annar sigur hans í Dakar rallinu en hann vann þessa sömu leið 2005.

Cyril Despres KTM sem er nú með forustu eftir að Marc Coma KTM féll úr keppni í gær var ræstur fyrstur af stað í dag en það var greinilegt að það átti ekki að taka neina sénsa og fylgdi hann í humátt eftir Cris Blais KTM sem endaði í 4 sæti og Despres í því 5 rúmum 7 mín á eftir 1 sæti.
David Casteu KTM, átti í miklum vandræðum í dag og leit út á tímabili að hann myndi jafnvel ekki klára leiðina en hann var í vandræðum með bensínkerfið hjá sér.
Vegna mikillar umferðar á leiðinni var ræsingu seinni hlutar leiðarinar frestað um 30 mín og dugði það Casteu til að laga hjólið og leggja af stað á réttum tíma og náði hann að vinna sig hratt upp og endaði daginn í 5 sæti og tapaði ekki nema 5 mín í heildina á Blais sem endaði daginn í 3 sæti.

Lokastaða á leið 14:
1. Jean De Azevedo KTM með tímann 3h37´46     meðalhr.85.6km
2. Jacek Czachor KTM með tímann 2h39´51     +2´05
3. Janis Vinters KTM með tímann 2h42´51     +5´05
4. Cris Blais KTM með tímann 2h42´58     +5´12
5. Cyril Despres KTM með tímann 2h44´49     +7´03
6. David Casteu KTM með tímann 2h48´02     +10´16

Heildarstaðn eftir 14 leiðar:
1. Cyril Despres KTM með heildartímann 51h25´49     meðahr. 113.9km
2. David Casteu KTM með heildartímann 52h01´58     +36´09
3. Cris Blais KTM með heildartímann 52h18´50     +53´01
4. Pal Anders Ullevaleter KTM með heildartímann 53h06´01     +1h40´12
5. Helder Rodrigues YAMAHA með heildartímann 53h58´27     +2h32´38
6. Janis Vinters KTM með heildartímann 54h12´32     +2h46´43
7. Michel Marchini YAMAHA með heildartímann 54h26´39     +3h00´50
8. Thierry Bethys HONDA með heildartímann 54h53´59     3h28´10
9. Jaroslav Katrinak KTM með heildartímann 55h07´23     +3h41´34
10. Jacek Czachor KTM með heildartímann 55h49´50     +4h24´01

Síðasta sérleiðin er ekki nema 16 km svo það eru ekki miklar líkur á að staðan breytist en þetta er ekki búið fyrr en það er búið eins og fræg setning segir.

Kv.
Dakarinn

Leave a Reply