Fyrstu myndir af nýju KTM fjórgengis endurohjóli sem á að leysa af hólmi 450
og 525 EXC, RFS hjólin eru farnar að birtast á netinu. Það er staðfest af
hálfu KTM að þessi hjól eru væntanleg. Þetta er alveg nýr mótor sem á
ekkert sameiginlegt með nýja 450 SX mótornum né heldur gamla
fjórgengismótornum. Hann er með einum ofanáliggjandi knastási og
startsveif, ólíkt 450 SX sem er með twin cam og er eingöngu með rafstarti.
Ýmsar tilgátur hafa verið um kúbikfjölda en líklegt þykir þó að það verði
raunveruleg 520 – 530 cc í stærra hjólinu (ekki gabb 525 eins og í gamla sem
var bara 510cc) og minna hjólið verði áfram 450 cc. Einnig hefur verið gefið út að 2009 muni að öllum líkindum verða komin bein innspýting í hjólin. Plastið á hjólinu er í anda þeirrar uppfærslu sem SX línan fékk núna 2007.
Giovanni Sala mun fljótlega keppa sína fyrstu keppni á þessu hjóli en hann mun keppa á því í Ítölsku Enduro mótaröðinni. Formleg frumsýning á því mun síðan líklega verða í Östersund í Svíþjóð í mars þegar fyrsta umferðin í heimsmeistarakeppninni fer fram.
Það er ljóst að flestir “íslenskir karlmenn” liggja nú á bæn og óska þess að Herr Trunckenpolz bænheyri þá og setji 530cc í stærra hjólið.
KARLMENN KEYRA 500/+ cc and do it sideways….!!!