Frá Bernhard

Við hjá bernhard ehf / Honda viljum óska Heiðari Grétarssyni innilega til hamingju með íslandsmeistaratitilinn í 85cc flokki. Hann er vel að sigrinum kominn og þykir okkur það varpa skugga á gleðina að þörf hafi verið á að fara þessa leið til að krýna réttmætan sigurvegara. Það er okkar ósk að iðkendur íþróttarinnar tileinki sér heiðarlega og drengilega framkomu og séu sportinu til sóma hvort sem er í leik eða keppni.
Fyrir hönd Bernhard ehf Hlynur Pálmason

Skildu eftir svar