Búið að reisa hjá Skagfirðingum!

Félagsmenn í Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar hafa verið að stækka, laga, breyta og bæta hjá sér íþróttasvæðið í haust. Motocrossbrautin er öll orðin 10 metra breið og um 1600 metra löng. Einnig er verið að byggja 40 fermetra aðstöðuhús fyrir starfsemi klúbbsins. Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar stefnir á að fá keppni í Íslandsmeistaramótinu í motocross á næsta ári.
H.Líklegur heiðursfélagi í Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar.


Skildu eftir svar