Aðalfundur Mótorsportsambands íslands – 22 nóv í sal ÍSÍ í laugardal kl 14:00

Sælir félagar,  Eftirfarandi er fundarboð vegna aðalfundar Mótorsportsambands Íslands.  Samkvæmt samþykktum félagsins er dagskráin eftirfarandi:


 

1.      Setning fundar og dagskrá kynnt.

2.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3.      Skýrsla stjórnar um störf sambandsins á liðnu starfsári.

4.      Umræða um skýrslu stjórnar.

5.      Skoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.

6.      Umræða um reikninga og þeir bornir upp til samþykktar.

7.      Skýrslur nefnda, ef kjörnar hafa verið.

8.      Tillögur/lagabreytingar frá stjórn, nefndum eða félagsmönnum.

9.      Kjör stjórnar, varamanna og nefnda.

10.  Kjör Skoðunarmanna.

11.  Skipulagning keppnistímabils næsta árs.

12.  Önnur mál.

13.  Fundarslit.

 

Það liggur fyrir fundinum tillaga frá núverandi stjórn þess efnis að eftir lið 6 verði samstundis farið í að afgreiða lið 12, önnur mál og tekin verði fyrir tillaga frá stjórn þess efnis að félaginu verði slitið og eignum þess ráðstafað til nýs sérsambands ÍSÍ.  Lög félagsins segja eftirfarandi um þann gjörning:
17. grein.

 

Sambandinu verður því aðeins slitið, að sambandslitin séu samþykkt á sama hátt og gildir fyrir lagabreytingar.  Þegar um er að ræða Sambandsslit geta tvö aðildarfélög eða 1/3 fundarmanna krafist leynilegrar, skriflegrar allsherjar atkvæðagreiðslu í félaginu og skal þá sérlega kjörinni kjörstjórn falið að sjá um slíka allsherjar atkvæðagreiðslu. Félagsslitafundur tekur ákvörðun um ráðstöfun eigna félagsins.

Skildu eftir svar