Bikarkeppni í Bolöldu 16. september

Vík mun standa fyrir bikarkeppni í Bolöldubrautinni þann 16. september nk. Brautin er í mjög góðu ásigkomulagi núna og veðurspáin er frábær. Keppt verður í sömu flokkum og í Íslandsmótinu auk þess sem nýr flokkur 40+ er kynntur til sögunnar. Þar er gert ráð fyrir öllum eldri Íslandsmeisturum og snillingum sem lagt hafa keppnisgallann nánast á hilluna (sem sagt ekki þið Raggi og Reynir!)

Vinningar verða veglegir í boði fjölda fyrirtækja og keppnin verður vel kynnt. Klárum sumarið með stæl á nýju svæði. Skráningin opnar á morgun. Stjórn VÍK


Skildu eftir svar