Slóðafréttir frá Bolöldu

Það er alveg ljós að hjólafólk hefur tekið slóðunum í Bolöldu fagnandi, því traffíkin um svæðið er þónokkur.  Að öllu jöfnu má segja að umgengnin sé til fyrirmyndir. Notendur hafa haldið sig á slóðum og óþarfa spól ekki áberandi. Það má samt alltaf gera betur. Sú reynsla sem við höfum fengið af einstefnu slóðunum er ekki góð. Hjólafólk verður að gera sér grein fyrir því að það eru ástæður fyrir því að einstefnuskiltin eru sett upp, og því er það algjörlega ólíðandi að keyrt sé á móti einstefnu. Núna styttist t.d. í að loka verði Heiðarslóðanum vegna þess að norður brekkan er að verða eitt flakandi sár. Seinast í gærkvöldi horfði ég á 4 heilalausa hjólara böðlast upp brekkuna og það eina sem kom þeim upp voru spólandi kubbadekkinn. Það eru svona bjánar sem gætu orðið til þess að samningnum við VÍK verði rift.  Eitt skulum við hafa í huga þegar ekið er á Bolöldusvæðinu: Við höfum ekki fengið leifi til að valda skemmdum á svæðinu, því ber okkur að halda hjólunum á slóðum.  Allur utan slóða akstur verður ekki liðinn.  Rétt í lokin þá hefur hefur verið tekin í notkun nýr slóðastubbur í Bruggaradalnum.

Kv. frá slóðagenginu í Bolöldu.


Skildu eftir svar