Skráning hafin á Sólbrekku MX

Skráning er hafin í 4.umferð Íslandsmótsins í Motocross. Keppnin verður haldin laugardaginn 19.ágúst á Sólbrekkubraut á Reykjanesi og það er VÍR sem heldur keppnina. Ljóst er að spennan er gríðarleg í öllum flokkum og 4 verðugir meistarar verða krýndir.

Skráning fer fram í gegnum félaga og keppniskerfið á þessum tengli hér. Keppnisgjald er greitt með millifærslu á reikning nr:1109-05-409087 kt. 651102-2780 og verða greiðendur að setja keppnisnúmer sem tilvísun og senda kvittun á gudni@samhaefni.is

Keppanda er heimilt að hafa með sér einn aðstoðarmann án þess að greiða aðgangseyrir. Aðgangseyrir er 500kr en frítt fyrir 12 ára og yngri. VÍR verður með veitingasölu á staðnum þar verður hægt að fá samlokur, langlokur, gos og kaffi svo fátt eitt sé nefnt.

Brautin verður lokuð frá og með fimmtudeginum 17.08.2006. Opnunartími í
brautinni þangað til er frá kl. 16:00 – 22:00 alla daga, miðar í brautina
eru til sölu í Esso Lækjargötu og Esso Keflavík.

Keppnisstjóri er: Guðni S Þrastarson
Brautarstjóri er: Einar Bjarnason
Tímavörður er: Einar Smárason
Yfirflaggari er: Kristján Geir Mathiesen

Öryggisfulltrúar: Torfi Hjálmarsson og Ásgrímur Pálsson

Dómnefnd ef upp koma kærumál skipa: Keppnisstjóri, brautarstjóri og Torfi Hjálmarsson

Dagskrá – MX Sólbrekkubraut 2006
  Á ráslínu Byrjar Lengd Öryggistími ATH
Skoðun Kvennaflokkur, 85 flokkur og 125 flokkur 10:30      
           
Tímataka og upphitun kvennaflokkur 10:50 10:50 15:00 05:00  
           
Tímataka og upphitun 85 flokkur 11:10 11:10 15:00 05:00  
           
Tímataka og upphitun 125 flokkur 11:25 11:30 20:00 05:00  
           
Skoðun MX1   12:00      
           
Moto 1 kvenna flokkur 11:50 11:55 10:00 08:00  + 1 hringur
           
Moto 1 85 12:08 12:13 10:00 08:00  + 1 hringur
           
Moto 1 125 flokkur 12:26 12:31 10:00 08:00  + 2 hringir
           
Moto 2 kvenna flokkur 12:44 12:49 10:00 08:00  + 1 hringur
           
Skoðun lokið MX1   13:00      
           
Moto 2 85 flokkur 13:02 13:07 10:00 08:00  + 1 hringur
           
Moto 2 125 flokkur 13:20 13:25 10:00 05:00  + 2 hringir
           
Tímataka og upphitun MX1 – Hópur 1 13:35 13:40 20:00 05:00  
Tímataka og upphitun MX1 – Hópur 2 14:00 14:05 20:00 05:00  
           
Moto 3 125 flokkur 14:25 14:30 10:00 08:00  + 2 hringir
           
Moto 1 MX1 14:43 14:48 15:00 08:00  + 2 hringir
           
Moto 1 MX1 – B 15:06 15:11 15:00 08:00  + 2 hringir
           
Moto 2 MX1 15:29 15:34 15:00 08:00  + 2 hringir
           
Moto 2 MX1 – B 15:52 15:57 15:00 08:00  + 2 hringir
           
Moto 3 MX1 16:15 16:20 15:00 07:00  + 2 hringir
           
Verðlaunaafhending   17:00      

 

 

Skildu eftir svar