Niðurstaða aganefndar VÍK

Iðkendum í motocross-braut í Bolöldu ber að kaupa dagskort og hafa það alltaf sýnilegt á hjóli sínu.

Þriðjudaginn 25. júlí 2006 var Michael B. David ítrekað beðinn að hálfu Jóhanns Halldórssonar að líma kortið á hjólið sitt.  Michael varð ekki við beiðninni en brást þess í stað við með afar óviðeigandi framkomu.


samræmi við lög ÍSÍ var skipuð aganefnd VÍK sem hefur farið yfir málsatvik og fengið umræddan atburð staðfestan með framburði málsaðila og vitna.

Niðurstaða nefndarinnar er sú að Michael B. David vinni 10 tíma á svæðinu í þágu félagsins. Michael er jafnhliða meinaður aðgangur að æfinga, og keppnissvæðum félagsins til og með 31. ágúst 2006. Michael hefur beðist hlutaðeigandi afsökunar og sættir sig við þessar málalyktir.

Aganefnd skipuðu: Hrafnkell Sigtryggsson, Kristján Grétarsson og Einar Sverrisson

Skildu eftir svar