Styrktarsöfnun

Kannski við hjólamenn getum lagt lóð á vogaskálarnar hérna.
Þann 8. júlí lenti Guðmundur Guðmundsson í hræðilegu slysi, er hann var að keppa í rallýkeppni. Hann hryggbrotnaði illa og þarf þ.a.l. að vera rúmliggjandi og frá vinnu í a.m.k. 9 mánuði. Vegna áhættu sportsins fékk hann ekki slysatryggingu fyrir sjálfan sig í gegn hjá Tryggingafélaginu. Jóhannes Backmann vinur

 Gumma, ásamt Bifreiðaklúbbi Reykjavíkur efna því til styrktarsöfnunar fyrir Gumma og fjölskyldu á þessum erfiða tíma. Söfnunin fer fram í Klúbbnum að Stórhöfða við Gullinbrú, föstudagskvöldið 21.júlí. Húsið opnar formlega kl. 21:00 og kostar 2000 kr. inn og mun allur ágóði af miðasölunni renna til Gumma og fjölskyldu. Hljómsveitin Flís og Bogaminfont munu stíga á stokk kl. 23:00 og skemmta öllum viðstöddum. Markmið kvöldsins er að allir skemmti sér saman og sýna á sama tíma fjölskyldunni samstöðu og hlýhug. Til að gera þessa stund skemmtilegri fyrir alla verður vefmyndavél á staðnum, þannig að Gummi og fjölskylda geta fylgst með því sem fram fer. Í von um að sjá sem flesta.

Skildu eftir svar